Hekla Daða
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

brosið og lífið brosir til baka...

laugardagur, desember 11, 2004
Laugardagur



Hekla skrifadi klukkan 23:30
föstudagur, desember 10, 2004
Föstudagur

jæja.. þá er komin helgi.. enn einu sinni...

þá er spurningin... á að fara eitthvað út um helgina... humm veit ekki.. held ég sé að kvefast eitthvað... stífla og skemmtilegheit... leikur hjá öllum um helgina.. ætli maður ætti ekki að slaka aðeins á... það verður feitt djamm næstu helgi... Gunni með innflutningspartý á föstudeginum og lísa með afmæli á laugardeginum... shittur... gott að maður verður kominn í jólafrí þá... verst er að þá er mömmuhelgi... ætli maður verði ekki að smjaðra fyrir settinu soldið... ekki það þau eru ennþá æstari í að passa eftir að maður flutti að heiman... hehe en maður sér til með þessa helgi... aldrei að vita hvað maður gerði ef gott boð kæmi...

en hvað er með fólk að reyna að komast í heimsmetabókina... þetta er ekkert smá klikkað lið!!! éta glös, sofa með hendurnar bundnar til að brjóta ekki neglurnar sem eru orðnar rugllangar, labba á línu með ekkert öryggisnet og svo framvegis... þetta er náttúrulega bara rugl...
en ég ákvað að taka síðustu færslu út vegna fjölda áskoranna... allir búnir að sjá hana hvort eð er... hehe
bæjó Hekla




Hekla skrifadi klukkan 19:59
fimmtudagur, desember 09, 2004
Fimmtudagur

en ég er farin í ljós... :)




Hekla skrifadi klukkan 20:16
þriðjudagur, desember 07, 2004
Þriðjudagur

jæja... bara nákvæmlega ekkert að frétta... skemmtilegur dagur!! hehe

farin að sofa


Hekla skrifadi klukkan 23:43
mánudagur, desember 06, 2004
Mánudagur

jæja jæja... kominn mánudagur enn einu sinni... en hann er búinn og það er ágætt... vikan komin af stað og það styttist í helgina... hehe.. aldrei að vita nema maður kíkti á djammið næstu helgi eða eitthvað þaðan af skemmtilegra...

jamm maður kíktu nú aðeins út um helgina... fór í mat til múttu á laugardag og endaði á að skilja andra eftir þar og fara til Kristínar í smá djús... híhí.. sem var eiginlega bara snilld... byrjuðjum heima hjá henni og tókum svo rúnt á æji... þarna við hliðina á vegamótum... ekkert gaman þar!! þá voru það vegamót... kristín hitti einhvern klippara í röðinni og það var bara eins og ég hefði farið ein í bæinn eftir það!!! hahaha en það var í lagi.. hún á það skilið að tjútta smá.. :) allavega leiðin lá á Hverfis... með Kristínu og gaurnum... mjög eðlilegt líka að hringja í skúla sleikjó og fara bara beint inn... hahaha hann er snillingur... allavega... inni á Hverfis voru allt of margir gaurar... hvað er það eiginlega... þetta var rosalegt.. híhí.... en kvöldið var mjög skemmtilegt og mikið kjaftað og drukkið og dansað... eða minnst dansað samt!!

sunnudagurinn var svo ekki eins góður... eða sko ég var svo hrikalega þreytt þar sem maður vaknaði um hádegi (sem gerist aldrei eftir djamm) af því að ég þurfti að ná í andra til múttu um eitt... hún var að fara vinna... dísús... við á kfc í smá þynnkuborgara.. eða ég sko... hehe og svo fórum við í bíó... jólamyndina... lestarmyndina.. voða fín og sæt mynd... allavega skemmti andri sér vel.. og ég var alveg að sofna mest alla myndina... við fórum svo að sofa um hálf tíu... alveg búin á því... :)

og í dag var það kenna og svo aðeins leggja sig... hehe ná í andra... fara á æfingu.... hjóla og lyfta!!!!!!!!! arg alveg að brjálast á því helvíti... en allavega svo heima og ég eldaði bjúgu, kartöflur og uppstúf... hehe snillingur... eða ekki mjög erfitt samt.... en alveg ágætt hjá mér..

núna blogga og svo sofa...



Hekla skrifadi klukkan 23:14
laugardagur, desember 04, 2004
enn föstudagur... komið fram yfir miðnætti...

sonur minn er algjört bíó stundum... orkan í barninu er ótrúleg... hann vaknaði klukkan átta í morgun... var á leikskólanum til fjögur... þá fórum við upp í skóla til mín að setja jólaseríu í gluggann minn og ég aðeins að vinna í tölvunni... hann að teikna á töfluna... ok fínt... svo heim.. smá barnaefni... svo matur... bað og lögðumst svo og horðum saman eða ég ætlaði að horfa með honum á mynd... neinei hann á fullu... fór bara inn í herbergi að leika... eftir myndina var kominn tími að fara sofa... klukkan komin yfir tíu... allvega hann í náttföt... bursta tennur... svo bað hann mig að lesa smá... jamm ég las og við lásum saman... hann endurtók það sem ég sagði að stæði... finnst það voða gaman... hehe
allavega næst á dagskrá var að hann færi að sofa og ég fór fram... eftir um klukkutíma á að syngja og tala við sjálfan sig spurði hann hvort hann mætti fara inn í mitt rúm og sofna þar... jamm fékk það... þá hélt hann áfram að syngja og tralla... engin læti í honum... bara að svæfa sig.. talar og syngur!! mjög fyndið...
gef ykkur smá demó af þessu...

hann sagði nákvæmlega þetta.... ég hlustaði í smá stund og skrifað hvað hann var að segja og syngja...

vörubílasturta.... segir það aftur og aftur
breytir svo og segir
krakkar að renna sér....
fleðuflakarúfa...
fleðuflakabyssa....
byssulaðaskjóða.....
byssulaðaskjóta...
þetta endurtekur hann aftur og aftur hvert nokkru sinnum og breytir svo... hahaha frekar fyndið...
svo kom allt í einu krummi krunkar úti...
allt lagið eins og það leggur sig...
svo hætti hann að syngja og sagði
konur að horfa á.... konur að horfa á... krakkar meiða... með nöglinni sinni.....
held hann sé eitthvað að rifja upp daginn í leikskólanum... hehe gæti verið...
svo kemur...
augu... bossi... magi...
bossi
munnur
typpi
hahaha...
svo allt í einu kallar hann á mig og spyr...
má ég fara í húsdýragarðinn?
ég segi neiiii... ekki í kvöld... en við getum farið seinna...
þá segir hann bara...
ég vill aldrei fara í húsdýragarðinn.... ekki seinna..... bara aldrei....
og fer svo að syngja strax á eftir...
jólasveinninn minn, jólasveinninn minn ætlaru að koma í dag....
og svo...
ég sá mömmu kyssa jólasvein....
frekar fyndið allt saman...
og svo bara eftir smá stund fór ég ég að hætta að heyra hvað hann sagði... lækkar röddina og svo hættir hann og sofnar... hehe

litli snúður í hnotskurn... alveg eins og mamma sín... talar og talar og getur ekki verið kyrr... sofnar meira að segja talandi... hehe :)



Hekla skrifadi klukkan 01:29
föstudagur, desember 03, 2004
Föstudagur

jamm komnar áfram í bikarnum... stelpurnar unnu Víkinga í gær 18-27 í Víkinni... í stöðunni 5-10 var ljóst hvert stefndi... það var ljóst á liðunum hvernig færi... Víkingsstelpur spiluðu allt annan leik heldur en þær gerðu við okkur í deildinni um daginn, þá tilbúnar og ákveðnar að sigra... í gær vorum það við sem ætluðum okkur áfram í bikar og gerðum það... enginn bar af í Stjörnuliðinu.. allar skiluðu sínu ágætlega.. búinn að vera erfiður tími hjá liðinu undanfarið... 3 hafa verið úti með landsliðinu og nokkrar að prýða meiðslalistann eða rétt að skríða af honum... þjálfi hefur ekki beint verið í skýjunum yfir stöðunni... landsliðsmennirnir okkar mættu á 2 æfingar fyrir leikinn... þannig liðið sem spilaði leikinn æfði saman 2 æfingar síðustu 2 vikurnar... sem er engan veginn nóg... en það dugði í gær... sem betur fer...
ég held áfram að vera í ruglinu... alveg að verða geðveik á stöðunni... fer á hverjum degi til sjúkraþjálfara í meðferð... og ofan á það að vera með rifið liðband þá er mjög líklega sprunga í beininu... hann sagðist hundur heita ef það væri ekki... hehe á miðvikudag sló hann undir hælinn á mér og ég hélt ég myndi hoppa á hann og berja hann... þetta var svo vont... kippti löppinni, tár í augun og stjörnun í smá stund... þvílíkt vont maður... hann sagði það væri pottþétt ég með sprungu... frábært...
svo er það þetta að láta sjá sig á æfingu... sem maður á auðvitað að gera öðru hvoru þegar meður er meiddur... það er bara drullu erfitt... hundfúlt að sjá stelpurnar hita upp í fússara... fara í bolta og meira að segja eru sprettir og púl orðið spennandi... er farið að fara frekar mikið í skapið á mér að geta ekki verið með... fara bara upp að hjóla og lyfta... en svona er lífið... það er ekki sanngjarnt... :(
og núna maður bara heima að glápa á TV.. væri til í að vera á leiðinni á Hverfis... var að fá mjög fyndið símtal frá gaurum á leiðinni á Hverfis... hehe... skemmtiði ykkur...
farin..


Hekla skrifadi klukkan 22:56
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Sunnudagur

haha var að finna heimasíðuna sem ég gerði í kennó... mjög fyndið að lesa sumt... allavega finnst mér það... það rifjuðust upp skemmtilegar minningar þegar ég las um óvissuferðina sem farin var með Fylki/ÍR vorið 2002... mjög skemmtileg ferð... ein sú besta held ég bara...
held ég ætli að reyna laga þessa síðu aðeins til og halda henni úti... þarf að spyrja upp í kennó hvort þeir loki síðunni í bráð... gæti verið þar sem ég er ekki lengur nemandi...

allavega... það lítur allt bara vel út... marið og bólgan næstum alveg farin úr ökklanum... búin að þrífa íbúðina í hólf og gólf... ligg svo fyrir framan sjónvarpið og var að fara yfir lestrarkort og skriftarbækur nemenda minna... næst er að búa til verkefni í bókmenntum og gera aukaverkefni í ensku... bara gleði framundan... hehe

farin bæbs...


Hekla skrifadi klukkan 15:54
Laugardagur

jæja... langt síðan maður hefur bablað eitthvað hérna...

mér líður vel... ég er hætt að bíða, hætt að vona, hætt að hugsa hvað ég gerði vitlaust eða hvað ég gat gert betur eða öðruvísi... neibb núna er allt skýrt og greinilegt... ég veit hvað ég vil og það er ekki þetta... ég er sátt við niðurstöðu síðustu helgar og líðandi viku...

ég var að kaupa mér sjónvarp... dísús... allt í einu er ég komin í bíó í minni eigin stofu... það er frekar skrýtið að fara úr 21 tommu 11 ára gömlu sjónvarpi í 32 tommu breiðtjaldssjónvarp... vóóó ekkiert smá gaman að horfa á sjónvarpið núna... hehe
samt fór ég í bíó áðan... ég og kristín ákváðum að taka singlerskvöld... fórum og fengum okkur að borða á vegamótum... hef aldrei borðað þar áður... rosa fínt... fórum svo í bíó á Bridget Jones... hahaha... það er langt síðan ég hef hlegið svona í bíó... held ég fari alltaf á spennumyndir þessi fáu skipti sem ég fer í bíó... allavega þá hlóum við mikið... fín mynd...

ökklinn... Rikki bróðir var ekki sáttur við ökklann minn og ákvað að koma mér til sjúkraþjálfarans síns... Stefáns Stefánssonar sem var í Stoke þegar brósi var þar... rosa góður víst... hann er hjá sjúkraþjálfun íslands... allavega... ég þangað... hann ekki sáttur... frábært.. píndi mig... fékk alveg tár í augun... uhhhuu.. allavega... hann setti mig í þrýsting og átti að vera alltaf með það... sofa og allt... kaupa mér bólgueyðandi krem og bera á ökklann tvisvar á dag... fá mér tvær fötur... eina með ísvatni (vatni með klökum) og aðra með ca 37 gráðu heitu vatni.. jamm og svo átti ég á hverju kvöldi að hafa fótinn í fötunum til skiptis í 30 sek í 15 mín.... dísús..... þetta var ekkert smá vont... kræst að fara í kuldann... shittur... allavega.. þetta var til að koma marinu og bólgunni í burtu... jamm og vera svo með þrýstinginn á allan daginn og alla nóttina... fór sem sagt til hans á fimmtudag og föstudag og á að fara aftur á mánudag... mjög gott... það er eitthvað að gerast... hann var nú samt ekki bjartsýnn í gær að ég myndi spila á fimmtudag.. sagði það tóma heimsku.... en við skulum sjá... ég ætla að spila sagði ég!! en ég held ég hlýði samt... sjáum hvað hann segir á mán... átti að gera fötudraslið 2 á dag fös, lau, sun... vonandi hefur þetta eitthvað að segja...

jamm... núna sit ég upp í sófa.. með rólega tónlist í tækinu og blogga... fæ svo bara sms frá voða sætum og góðum gaur.. held ég allavega... "ekkert á hvebbanum í kvöld?" neinei... ekkert varið í hann frekar en aðra gaura í mínu lífi þessa dagana... þessi sæti góði gaur vill bara kynlíf... en þú sæti.. og allir hinir... ég er búinn með pakkann sem hét RBB... vaxin upp úr honum held ég... langar í svo miklu meira en bara kynlíf... eins og það er nú gott þá er það bara ekki nóg... gaurar sem eru bara að leita að kynlífi gjörið svo vel að leita annað... :)
kveð að sinni...




Hekla skrifadi klukkan 01:16
mánudagur, nóvember 22, 2004
Mánudagur

jamm alltaf fínt þegar mánudagar eru búnir... sagt við mig í dag.. og jamm ég er sammála... vikan komin af stað og bara 4 dagar í helgi...

helgin... jamm það var kíkt á djammið á laugardaginn með Fylkis/ír saumó... ekki alveg 100% mæting og eitthvað fáar í stuði þetta kvöld... en það rættist ágætlega úr því.. sumir byrjuðu að drekka þrátt fyrir að hafa ekki "efni" á því... líkamlega kom svo hálftíma seinni... hver hefur ekki líkamlegt efni á að djamma smá... skil ekki svona!!! hehe en allavega soffa gat ekki sleppt fríu djúsi... hehe gredduvín og dúlís... getur ekki klikkað...

hverfis var samur við sig... bara mjög fínn fyrir utan smá.. eða risa strákalæti reyndar... en allavega ég er hætt að láta karlpeninginn fara illa með mig og það er bannað að kalla mig ljótum nöfnum... já og biðja mann svo í sömu setningu að koma heim... eða ekki biðja heldur skipa!!! djöfull hvað sumir eru góðir með sig.... neibb þetta gengur ekki lengur... það er of mikið til af góður strákum þarna úti til að nenna þessu helvíti...

Baddý skippaði bænum og fór heim til Rabba litla sem var víst veikur heima... greyið litla.. hehe en allavega hún fær ekki að sleppa næst... nokkuð ljóst...
endaði svo að Soffa hvarf með einhverjum... úllala... neinei tók víst bara leigara heim!!! eimmit... en allavega... jamm og Tinna og Lára splittuðu víst um eitthvað man ekki klukkan hvað... já og með því að finna einhvern vin Láru til að taka leigara með mér heim... af því hann á heima í leiðinni... í grafarvoginum!!! eimmit já... þekkti gaurinn ekki neitt og svo var hann bara einn og hálfur... en allavega ég fann mér fína partnera til að taka leigara með... komst allavega heim að lokum!!!

sunnudagurinn var ekki alveg eins skemmtilegur... vaknaði um hádegi... hélt þá samt áfram að sofa eftir smá... og svo var hringt í mann... snúður með ömmu á kaffihúsi... "mamma ég er á kaffihúsi með ömmu, er að borða snúð"... hahaha dísús... ég fékk mömmu til að hafa hann aðeins lengur og svaf til held ég sex... sem var fínt.. þá var þynnkan alveg farin og eftir heimsókn á KFC með Andra þá var þetta orðið flott... sofnaði samt frekar snemma... eða fyrir 23...

og núna er ég búin á því og á leiðinni í rúmið...

heyrru já... frábærar fréttir í dag!!! eða þannig sko... jamm fór í myndatöku á ökklanum... ekki brotin... sem er fínt... en í staðinn er ég með slitið/trosnað liðband... jájá... frábært... panta spelku og má fara að hlaupa á bretti... æfa eftir 2 vikur!!! eimmit... þjálfi er búinn að boða mig á æfingu á fimmtudag... og ekkert múður... bara teipa.. :/ kemur í ljós... það er nú bikarleikur í næstu viku... shittur... áiii

góðan nótt...


Hekla skrifadi klukkan 23:26