Mánudagur
jamm alltaf fínt þegar mánudagar eru búnir... sagt við mig í dag.. og jamm ég er sammála... vikan komin af stað og bara 4 dagar í helgi...
helgin... jamm það var kíkt á djammið á laugardaginn með Fylkis/ír saumó... ekki alveg 100% mæting og eitthvað fáar í stuði þetta kvöld... en það rættist ágætlega úr því.. sumir byrjuðu að drekka þrátt fyrir að hafa ekki "efni" á því... líkamlega kom svo hálftíma seinni... hver hefur ekki líkamlegt efni á að djamma smá... skil ekki svona!!! hehe en allavega soffa gat ekki sleppt fríu djúsi... hehe gredduvín og dúlís... getur ekki klikkað...
hverfis var samur við sig... bara mjög fínn fyrir utan smá.. eða risa strákalæti reyndar... en allavega ég er hætt að láta karlpeninginn fara illa með mig og það er bannað að kalla mig ljótum nöfnum... já og biðja mann svo í sömu setningu að koma heim... eða ekki biðja heldur skipa!!! djöfull hvað sumir eru góðir með sig.... neibb þetta gengur ekki lengur... það er of mikið til af góður strákum þarna úti til að nenna þessu helvíti...
Baddý skippaði bænum og fór heim til Rabba litla sem var víst veikur heima... greyið litla.. hehe en allavega hún fær ekki að sleppa næst... nokkuð ljóst...
endaði svo að Soffa hvarf með einhverjum... úllala... neinei tók víst bara leigara heim!!! eimmit... en allavega... jamm og Tinna og Lára splittuðu víst um eitthvað man ekki klukkan hvað... já og með því að finna einhvern vin Láru til að taka leigara með mér heim... af því hann á heima í leiðinni... í grafarvoginum!!! eimmit já... þekkti gaurinn ekki neitt og svo var hann bara einn og hálfur... en allavega ég fann mér fína partnera til að taka leigara með... komst allavega heim að lokum!!!
sunnudagurinn var ekki alveg eins skemmtilegur... vaknaði um hádegi... hélt þá samt áfram að sofa eftir smá... og svo var hringt í mann... snúður með ömmu á kaffihúsi... "mamma ég er á kaffihúsi með ömmu, er að borða snúð"... hahaha dísús... ég fékk mömmu til að hafa hann aðeins lengur og svaf til held ég sex... sem var fínt.. þá var þynnkan alveg farin og eftir heimsókn á KFC með Andra þá var þetta orðið flott... sofnaði samt frekar snemma... eða fyrir 23...
og núna er ég búin á því og á leiðinni í rúmið...
heyrru já... frábærar fréttir í dag!!! eða þannig sko... jamm fór í myndatöku á ökklanum... ekki brotin... sem er fínt... en í staðinn er ég með slitið/trosnað liðband... jájá... frábært... panta spelku og má fara að hlaupa á bretti... æfa eftir 2 vikur!!! eimmit... þjálfi er búinn að boða mig á æfingu á fimmtudag... og ekkert múður... bara teipa.. :/ kemur í ljós... það er nú bikarleikur í næstu viku... shittur... áiii
góðan nótt...