Hekla Daða
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

brosið og lífið brosir til baka...

sunnudagur, nóvember 28, 2004
Sunnudagur

haha var að finna heimasíðuna sem ég gerði í kennó... mjög fyndið að lesa sumt... allavega finnst mér það... það rifjuðust upp skemmtilegar minningar þegar ég las um óvissuferðina sem farin var með Fylki/ÍR vorið 2002... mjög skemmtileg ferð... ein sú besta held ég bara...
held ég ætli að reyna laga þessa síðu aðeins til og halda henni úti... þarf að spyrja upp í kennó hvort þeir loki síðunni í bráð... gæti verið þar sem ég er ekki lengur nemandi...

allavega... það lítur allt bara vel út... marið og bólgan næstum alveg farin úr ökklanum... búin að þrífa íbúðina í hólf og gólf... ligg svo fyrir framan sjónvarpið og var að fara yfir lestrarkort og skriftarbækur nemenda minna... næst er að búa til verkefni í bókmenntum og gera aukaverkefni í ensku... bara gleði framundan... hehe

farin bæbs...


Hekla skrifadi klukkan 15:54
Laugardagur

jæja... langt síðan maður hefur bablað eitthvað hérna...

mér líður vel... ég er hætt að bíða, hætt að vona, hætt að hugsa hvað ég gerði vitlaust eða hvað ég gat gert betur eða öðruvísi... neibb núna er allt skýrt og greinilegt... ég veit hvað ég vil og það er ekki þetta... ég er sátt við niðurstöðu síðustu helgar og líðandi viku...

ég var að kaupa mér sjónvarp... dísús... allt í einu er ég komin í bíó í minni eigin stofu... það er frekar skrýtið að fara úr 21 tommu 11 ára gömlu sjónvarpi í 32 tommu breiðtjaldssjónvarp... vóóó ekkiert smá gaman að horfa á sjónvarpið núna... hehe
samt fór ég í bíó áðan... ég og kristín ákváðum að taka singlerskvöld... fórum og fengum okkur að borða á vegamótum... hef aldrei borðað þar áður... rosa fínt... fórum svo í bíó á Bridget Jones... hahaha... það er langt síðan ég hef hlegið svona í bíó... held ég fari alltaf á spennumyndir þessi fáu skipti sem ég fer í bíó... allavega þá hlóum við mikið... fín mynd...

ökklinn... Rikki bróðir var ekki sáttur við ökklann minn og ákvað að koma mér til sjúkraþjálfarans síns... Stefáns Stefánssonar sem var í Stoke þegar brósi var þar... rosa góður víst... hann er hjá sjúkraþjálfun íslands... allavega... ég þangað... hann ekki sáttur... frábært.. píndi mig... fékk alveg tár í augun... uhhhuu.. allavega... hann setti mig í þrýsting og átti að vera alltaf með það... sofa og allt... kaupa mér bólgueyðandi krem og bera á ökklann tvisvar á dag... fá mér tvær fötur... eina með ísvatni (vatni með klökum) og aðra með ca 37 gráðu heitu vatni.. jamm og svo átti ég á hverju kvöldi að hafa fótinn í fötunum til skiptis í 30 sek í 15 mín.... dísús..... þetta var ekkert smá vont... kræst að fara í kuldann... shittur... allavega.. þetta var til að koma marinu og bólgunni í burtu... jamm og vera svo með þrýstinginn á allan daginn og alla nóttina... fór sem sagt til hans á fimmtudag og föstudag og á að fara aftur á mánudag... mjög gott... það er eitthvað að gerast... hann var nú samt ekki bjartsýnn í gær að ég myndi spila á fimmtudag.. sagði það tóma heimsku.... en við skulum sjá... ég ætla að spila sagði ég!! en ég held ég hlýði samt... sjáum hvað hann segir á mán... átti að gera fötudraslið 2 á dag fös, lau, sun... vonandi hefur þetta eitthvað að segja...

jamm... núna sit ég upp í sófa.. með rólega tónlist í tækinu og blogga... fæ svo bara sms frá voða sætum og góðum gaur.. held ég allavega... "ekkert á hvebbanum í kvöld?" neinei... ekkert varið í hann frekar en aðra gaura í mínu lífi þessa dagana... þessi sæti góði gaur vill bara kynlíf... en þú sæti.. og allir hinir... ég er búinn með pakkann sem hét RBB... vaxin upp úr honum held ég... langar í svo miklu meira en bara kynlíf... eins og það er nú gott þá er það bara ekki nóg... gaurar sem eru bara að leita að kynlífi gjörið svo vel að leita annað... :)
kveð að sinni...
Hekla skrifadi klukkan 01:16
mánudagur, nóvember 22, 2004
Mánudagur

jamm alltaf fínt þegar mánudagar eru búnir... sagt við mig í dag.. og jamm ég er sammála... vikan komin af stað og bara 4 dagar í helgi...

helgin... jamm það var kíkt á djammið á laugardaginn með Fylkis/ír saumó... ekki alveg 100% mæting og eitthvað fáar í stuði þetta kvöld... en það rættist ágætlega úr því.. sumir byrjuðu að drekka þrátt fyrir að hafa ekki "efni" á því... líkamlega kom svo hálftíma seinni... hver hefur ekki líkamlegt efni á að djamma smá... skil ekki svona!!! hehe en allavega soffa gat ekki sleppt fríu djúsi... hehe gredduvín og dúlís... getur ekki klikkað...

hverfis var samur við sig... bara mjög fínn fyrir utan smá.. eða risa strákalæti reyndar... en allavega ég er hætt að láta karlpeninginn fara illa með mig og það er bannað að kalla mig ljótum nöfnum... já og biðja mann svo í sömu setningu að koma heim... eða ekki biðja heldur skipa!!! djöfull hvað sumir eru góðir með sig.... neibb þetta gengur ekki lengur... það er of mikið til af góður strákum þarna úti til að nenna þessu helvíti...

Baddý skippaði bænum og fór heim til Rabba litla sem var víst veikur heima... greyið litla.. hehe en allavega hún fær ekki að sleppa næst... nokkuð ljóst...
endaði svo að Soffa hvarf með einhverjum... úllala... neinei tók víst bara leigara heim!!! eimmit... en allavega... jamm og Tinna og Lára splittuðu víst um eitthvað man ekki klukkan hvað... já og með því að finna einhvern vin Láru til að taka leigara með mér heim... af því hann á heima í leiðinni... í grafarvoginum!!! eimmit já... þekkti gaurinn ekki neitt og svo var hann bara einn og hálfur... en allavega ég fann mér fína partnera til að taka leigara með... komst allavega heim að lokum!!!

sunnudagurinn var ekki alveg eins skemmtilegur... vaknaði um hádegi... hélt þá samt áfram að sofa eftir smá... og svo var hringt í mann... snúður með ömmu á kaffihúsi... "mamma ég er á kaffihúsi með ömmu, er að borða snúð"... hahaha dísús... ég fékk mömmu til að hafa hann aðeins lengur og svaf til held ég sex... sem var fínt.. þá var þynnkan alveg farin og eftir heimsókn á KFC með Andra þá var þetta orðið flott... sofnaði samt frekar snemma... eða fyrir 23...

og núna er ég búin á því og á leiðinni í rúmið...

heyrru já... frábærar fréttir í dag!!! eða þannig sko... jamm fór í myndatöku á ökklanum... ekki brotin... sem er fínt... en í staðinn er ég með slitið/trosnað liðband... jájá... frábært... panta spelku og má fara að hlaupa á bretti... æfa eftir 2 vikur!!! eimmit... þjálfi er búinn að boða mig á æfingu á fimmtudag... og ekkert múður... bara teipa.. :/ kemur í ljós... það er nú bikarleikur í næstu viku... shittur... áiii

góðan nótt...


Hekla skrifadi klukkan 23:26
föstudagur, nóvember 19, 2004
Föstudagur ennþá...

jæja... þá eru það jólakortin.... vegna evrópukeppninnar (áskorendabikarnum) sem við tökum þátt í í janúar þá höfum við hafið sölu á jólakortum... ég vonast eftir stuðningi vina og kunningja... allir að kaupa allavega einn pakka af mér.. hef fengið fínar undirtektir í gegnum tölvupóstinn en vonast eftir fleirum... verðið hefur líka lækkað síðan í tölvupóstssamskiptunum... :) sem er aðeins af hinu góða... þið kaupið þá bara annan pakka af mér í staðinn.. hehe

en allavega hérna eru verðin...

í hverjum pakka eru 6 jólakort með umslögum, hverjum pakka fylgja 6 jólagjafamerkimiðar.

1 pakki kostar 800 kr
3 pakkar kosta 2.000 kr
5 pakkar kosta 3.000 kr

látið mig endilega vita ef þið viljið styrkja mig... þurfið ekki að halda með Stjörnunni... hehe bara mér... :)
getið látið vita hérna á síðunni, í tölvupósti
heklada@simnet.is eða hringja í mig 899-3477

kveðja Hekla
Hekla skrifadi klukkan 22:46
Föstudagur

fyndið komment frá Ásdísi í gær... hún er í verkfræði í háskólanum og er víst að stúdera með einhverjum gaurum sem ég kenndi í Gaggó Mos!!!

áhugi minn á kennslu kom eftir að ég var búinn að kenna þar... sem sagt í Gagnfræðiskólanum í Mosfellsbæ.. síðasta Gagganum á landinu.. og hann er allur... núna heitir skólinn Varmárskóli... frekar fúlt finnst mér... :(

en allavega ég ætla að segja ykkur aðeins frá þessu... ég útskrifaðist úr FB jól 98... jájá veit það er langt síðan!!! alveg róleg... ég er samt ekki svo gömul... hehe

en allavega það var kominn desember árið sem ég átti að útskrifast og ég ekkert búin að finna mér vinnu eftir jólin... og mamma var skólastjórinn í Gaggó Mos á þessum tíma og hana vantaði líffræðikennara fyrir nokkra bekki... já eimmit að ég væri að fara í það!!! sagði ég þá... en svo komu próf og prófin voru svo búin og svo voru bara komin jól og ég ekki með neina vinnu!!! ok ég ákvað að taka þessu fram á vor og finna svo eitthvað annað eða fara í skóla um haustið eða eitthvað... vissi ekkert hvað ég vildi...

jamm þannig að ég byrjað að kenna tveimur 8. bekkjum og tveimur 9.bekkjum líffræði... kenndi frumur í 8.bekk og meðal annars kenndi ég kynfræðslu í 9. bekk!!! hahaha frekar fyndið....
gleymi því aldrei að standa fyrir framan 27 krakka sem ég þekkti ekki neitt og eiga að fara tala um typpi og píkur við þau!!! eimmit... dísús.. ég hef nú aldrei verið talin feimin manneskja en þetta var alveg hrikalegt.... ég kom ekki upp einu orði þarna til að byrja með og eftir nokkra tíma hafði ég aldrei sagt "typpi" hahahah ég bara kom því ekki upp... hahaha eða sko orðinu... sagði allt annað... notaði einhver önnur orð fyrir stykkið!!! hahah dísús... svo eitt sinn var ég að skrifa glósur á töfluna og skrifaði og sagði typpi... úps... svo fraus ég!! allt var hljótt... ég veit ekki hvað leið langur tími þar til einhver fór að skelli hlægja sem endaði á því að allir í bekknum hlógu og ég líka... eftir það var ekki aftur snúið... við töluðum um allt milli himins og jarðar sem kemur kynfræðslu við og ekki.... þau spurðu að öllu mögulega og ómögulegu... ég svaraði nú ekki alveg öllu og lét persónulega reynslu alveg liggja á milli hluta, eða svona að mestu allavega... !!! hehe allavega var þetta rosa gaman... og um vorið þá ákvað ég að slá til og vera áfram í skólanum... kenndi alla líffræði í skólanum næsta árið... eða 8.,9. og 10. bekk... sem var reyndar soldið mikið en mjög gaman... ekki gaman að fara yfir lokaprófin samt!!! frekar mörg...

en allavega eftir þetta 1 1/2 ár í kennslu þá ákvað ég að sækja um í kennó... ég komst inn en einhverra hluta vegna þá hætti ég við og hélt áfram að kenna... fór í sérdeildina og kenndi þar stærðfræði... var líka aðstoðarkennari inni í bekkjum inni í skóla...
þessi reynsla var allt öðruvísi en að kenna heilum bekk inni í skóla... sérdeildin var fyrir nemendur sem voru á eftir í einhverju vegna þroskaröskunar eða annarra ástæðna...

ég ákvað að sækja aftur um næsta ár í kennó og komst aftur inn og fór þá í skólann... svo útskrifaðist ég þaðan í vor og fór að kenna aftur... þetta er eitthvað sem mér finnst gaman að gera og ég mun örugglega vera í kennslu næstu árin... :)

fínt fínt... farin


Hekla skrifadi klukkan 21:17
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Þriðjudagur

jamm frábær tími til að verða veikur... fólk bara hélt ekkert að maður væri að skrópa í vinnunni!!! vaknaði í morgun og gubbaði og gubbaði... frekar subbulegt.. ojjjj ógeðslegt að gubba... eitt það versta sem ég veit...
mamma náði í andra og fór með hann í leikskólann... og ég hringdi mig inn veika... skreið svo fram úr rúminu um tvö... var þá búin að fá póst frá foreldrum sem voru brjáluð yfir að ég hunsaði lög landsins og kenndi börnunum að það væri í lagi... frábært... ég sendi póst til baka um að ég væri í alvörunni veik... viðurkenndi samt alveg að ég er búin að vera með hnút í maganum síðan á laugardag... búin að líða mjög illa og það gæti alveg verið ástaðan fyrir veikindum mínum í dag... stress vegna áhyggja um hvernig fer og hvað á að gera... vissi að til stóð að ganga út á hádegi í dag... stress, áhyggjur, gubba... frekar leiðinlegt

allavega það er eitthvað að gerast held ég... einhver samningur í loftinu... veit að báðar samninganefndir vilja ná að semja áður en það verður tekið af þeim... vonandi gerist eitthvað fyrir helgi... það er meira en helmingur kennarar í mínum skóla búinn að segja upp... svakalegt... og margir aðrir í öðrum skólum... í sumum skólum eru allir kennarar búnir að segja upp...

úr einu í annað... ökklinn er að lagast... þetta er "bara"tognun... þótt sársaukinn hafi verið ógeðslegur og maður hafi haldið að þetta væri eitthvað hrikalegt... þá virðist vera að ég sé heppin í þetta sinn... og verði vonandi ekki frá nema kannski þessa vikuna... ökklinn er ennþá bólginn og marinn en ég er farin að geta gengið þokkalega... enþá aðeins hölt en minna en í gær... fór í sjúkraþjálfun í gær... stuttbylgjur og átti að mæta í dag.. en gubban kom í veg fyrir það.. fer á morgun og út vikuna... sjáum svo til hvernig gengur...

allavega... ég er farin.. ekki mikið annað að frétta úr miðholtinuHekla skrifadi klukkan 21:16
laugardagur, nóvember 13, 2004
Föstudagur

jæja... komin af stað eftir handarmeiðsl... búin að vera frá í margar vikur... og búin að æfa núna í 2 vikur og spila 2 leiki...

og... hvað gerist?

jamm týpískt... ég snéri mig á æfingu í kvöld og ligg núna upp í sófa með kælingu á ökklanum... hann stokkbólginn og ekkert hrifinn af því að sé stigið í hann... :(

meiriháttar bara...

ég steig svona hrikalega vitlaust niður og hef bara held ég ekki fundið svona til síðan ég kom barninu mínu í heiminn!!! eða nei... kannski það var ekki eins vont af því að framhaldið af því var svo miklu skemmtilegra en þetta... allavega grenjaði ég ekki við það...

mamma og pabbi komu að sækja mig og bílinn þar sem ég get ekki stigið í fótinn hvað þá keyrt bílinn heim... gott að eiga góða að...


það er samt bara hundfúlt að vera ný byrjuð aftur eftir langan tíma og meiðast aftur!!! ekki sanngjarnt... :(
vonandi verður þetta ekki langt...

jæja... ég ætla að halda áfram að horfa á Alien...

ég kveð í bili...Hekla skrifadi klukkan 01:04
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Mánudagur

jæja þá er það aftur að gerast... verkfall skellur á á morgun... dísús... hvenær tekur þetta enda??

það var ósköp venjulegur dagur í dag... vaknaði kl 7 eftir andvöku nótt... svaf kannski 4 tíma ekki meira allavega... man klukkan var 3 þegar ég leit síðast á hana... frábært... allavega vakna - sturta til að vakna... ekki annað hægt... vekja andra og fara með hann í leikskólann og mig í vinnuna... kenna til 13:10 svo var það að skipuleggja morgundaginn... þó svo maður vissi eiginlega að maður færi ekki í vinnu... en kannski... svo vinna með hinum 5.bekkjar kennurunum... gera próf í náttúrufræðinni... próf sem á að vera löngu löngu búið... í fyrri hluta verkfalls sko... þannig að núna dregs þetta enn meira á langinn... rosalegt... jamm svo var það ná í andra og fara heim... fá sér smá í svanginn og klukkan 10 í 17 þá ákvað ég að leggja mig í 10 mín... alveg búin á því.. ætlaði að hlaða aðeins batterýið áður en ég færi á æfingu kl 18... andri var að horfa á sjónvarpið og ég að leggja mig í 10 mín... eimmit!!! dísús klukkan 20 yfir 17 þá vaknaði ég þegar andri kom inn og sagði að myndin væri búin!!!! eimmit... eftir að taka til draslið, keyra í garðabæ, teipa tvo þumla og ekki nema 40 mín í æfingu!!! ekki alveg að fara takast... ég sendi þjálfa skilaboð um aulaskapinn í mér og svo ég í föt, henti sturtufötum ofan í tösku, dreif okkur út í bíl og af stað... andri sofnaði á leiðinni og ég fór í vitlaust íþróttahús... dröslaði honum út úr bílnum og inni í ásgarð þegar ég hitti strákana og fattaði að æfingin væri í mýrinni... meiriháttar... við aftur út í bíl... andri rosa pirraður og leiður að geta ekki farið í gryfjuna... en svona er lífið... við komum inn í sal í mýrinni 3 yfir 18... en dræm þátttaka á æfingu... unglingaflokkur að keppa um kvöldið... ásdís í jarðaför og guðmunds veik... það gerði að við vorum 9 á æfingu, af því tveir markmenn... fússari og svo skot og smá 3 á 3... svo er leikur við FH á morgunn!!! ekki alveg undirbúningur sem maður hefði kosið... en svona er lífið...

við andri komum svo heim og hann í bað... við elduðum svo fyrir abba og sigga palla vin hans... sem komu í mat... mjög eðlilegt allt saman... en mjög fínt...

og núna er að fara sofa... búin að blogga og er alveg að detta útaf... augnlokin mín hafa ekki verið svona þung í langan tíma...

góða nótt


Hekla skrifadi klukkan 01:09
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Sunnudagur

vó aftur allt of langt síðan síðast var bloggað... hvað er málið... og ég hef ekkert að gera á kvöldin nema hanga og horfa á sjónvarpið... rosalegt...

vikan:
laugardagur
það var kíkt í bíó með Krut og svo farið heim að sofa... engin stemmari hjá okkur að fara djamma... lélegt...
sunnudagur
man ekki, greinilega ekkert merkilegt...
mánudagur
byrjaði að kenna aftur og mætti á æfingu aftur... ekkert smá gaman... og fullt af blöðrun strax á fyrstu æfingu sem var ekki eins gaman...
þriðjudagur
vinna, ná í andra, æfing, borða, tv, sofa
miðvikudagur
sama og þriðjudagur... hehe
fimmtudagur
sama og þriðudagur og miðvikudagur :/
föstudagur
dísús sama og alla hina dagana... nema í mat hjá mömmu og pabba
laugardagur
veiiii leikur... spiluðum við Val í beinni... unnum... ekki leiðinlegt... ég kom inná þegar um 23 mín voru liðnar eða eitthvað... kom inn og var strax rekin útaf með 2... hehe frekar asnalegt... en svo kom ég aftur inn og átti bara fínan leik... ekkert til að skammast mín yfir... svo var það út í sjoppu að kaupa pizzu, nammi og videóspólu... horfði á Shrek með andra og við borðuðum yfir okkur... fyrst af pizzu og svo af nammi... dísús!!! hann fór svo að sofa... ekki alveg á því samt í fyrstu... alveg yfirtjúnaður af sælgætisáti og kókdrykkju... en það hafðist að koma honum í háttinn... þá horfði ég á Hildigo... voða skemmtileg mynd... og borðaði ennþá meira nammi... sem var ekki sniðugt... og fór svo að sofa...
sunnudagur
vöknuðum á hádegi... fórum í bæinn um tvö og keyptum fína skó og kuldaskó á andra... afmælisgjöf handa Villa og ég keypti líka nokkra geisladiska fyrir jólasveinana... :) ódýrt í Hagkaup... öll tónlist virðisaukalaus um helgina... svo fórum við í afmæli... kökur og fínheit... svo tók við matarboð hjá Kristínu fyrir Mosófimmmenningana... (með 3 em-um)... náði svo í Andra til mömmu og pabba... setja hann að sofa og ég að blogga... er að fara að sofa...

viðburðarík helgi en frekar plein vika að öðru leiti...

gaman verður að sjá annað kvöld með hve mörgun atkvæðum miðlunartillagan verður felld... og hvaða tilboð sveitafélögin setja fram... skellur aftur á verkfall á þriðjudag eða er þetta eitthvað bitastætt hjá sveitó núna... mun samninganefndin fresta verkfalli til að skoða tilboðið eða hvað gerist?? allt mjög spennó...

góða nótt góðir landsmenn


Hekla skrifadi klukkan 23:55